Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,16% það sem af er degi, en klukkan tólf á hádegi nam hækkunin 1,5%. Krónan hefur nú styrkst um 1,64% en við hádegi nam veikingin 0,15%.

Þetta er í línu við það sem er á sér stað á erlendum mörkuðum en á sama tíma tóku erlendir markaðir einnig kipp.

Exista hefur hækkað um 6,16%, Straumur fjárfestingabanki hefur hækkað um 4,78%, Century Aluminium hefur hækkað um 4,49%, Teymi hefur hækkað um 4,46% og Landsbankinn hefur hækkað um 4,27%.

Eik banki situr eftir og hefur lækkað um 0,6% í 14 viðskiptum.