Markaðir hækkuðu á ný í dag eftir lækkun síðustu tvo daga. Nasdaq hækkaði um 0,84%, Dow Jones um 0,50% og Standard & Poor's um 0,63%.

Það voru fyrst og fremst orkufyrirtæki og tölvufyrirtæki sem leiddun hækkun dagsins. Adobe hugbúnaðarfyrirtækið tilkynnti um góða rekstrarafkomu á fjórða ársfjórðungi og hækkaðu í kjölfarið um 3%. Deutsche Bank mælti einnig með kaupum í fyrirtækinu í dag. Gert er ráð fyrir 24% hækkun tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækja sem skráð eru í Standard & Poor's vísitölunni á næsta ári að því er Bloomberg.com greinir frá.

Goldman Sachs tilkynnti um 2% hagnað á fjórða ársfjórðungi sem er yfir væntingum. Þrátt fyrir það féllu bréf í bankanum um 3%. Samkvæmt WSJ vantar traustari áætlun fyrir 2008 og útskýrir blaðið þannig lækkun bréfa í bankanum í dag. Sömu greiningu má sjá á Bloomberg.com.

Olíuverð hækkaði nokkuð í dag og við lok markaða kostaði olíutunnan 91,05%.