Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum náðu sex vikna lágmarki í dag og fylgdu eftir lækkunum Evrópumarkaða sem lækkuðu töluvert í dag.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,7%, Dow Jones um 3% og S&P 500 um 3,3%.

Líkt og í Evrópu í dag voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins en þá lækkuðu verslunarkeðjur nokkuð eftir að viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti tölur sem sýndu að smásala í desember lækkaði um 2,7% milli mánaða og 9,8% milli ára.

Það verður að teljast slæm tíðindi fyrir smásölugeirann, að hafa ekki náð betri sölu í jólavertíðinni.