Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað talsvert að undanförnu og farið yfir 70 dollara tunnan. Yfirgnæfandi fjöldi sérfræðinga á markaði eru þó sagðir á þeirri skoðun að engin innistæða sé fyrir þessum hækkunum að því er greint er frá í fréttaskeyti Oilbarrel.com. Eru hækkanir að undanförnu einkum raktar til spákaupmennsku.

„Það hafa engar grunnbreytingar orðið í heiminum sem breyta því að eftirspurn eftir olíu eru mjög lítil á sama tíma og brigðir eru mjög miklar.” Er þetta haft eftir sérfræðingi KBC Market Services í hans vikulegu úttekt 8. júní.

„Megin markaðsbrigðir jukust á ný í apríl miðað umfram fyrra ár og eru nú um 150 milljónir tunna. Verulegur hluti þessara brigða eru staðsettar í Bandaríkjunum.”

Þá er bent á það í úttekt KBC að eftirspurnin á hefðbundnum mörkuðum í Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og í Bretlandi hafi í apríl hafi verið þrem milljónum tunna á dag minni en á sama tíma í fyrra. Nú sé eftirspurnin 83 milljónir tunna á dag á móti 86 milljónum tunna í fyrra sem sé með ólíkindum.

„Við teljum að miðað við grunnaðstæður séu litlar líkur á að birgðir minnki stórlega á árinu 2009. Okkar fyrstu athuganir varðandi 2010 eru heldur ekki traustvekjandi (fyrir olíuframleiðendur) svo olíuverð ætti ekki að geta hækkað mikið.”

Sérfræðingar KBC benda þó á að spákaupmenn séu þó komnir á kreik á nýju og þeir kunni að hafa komið auga á tækifæri sem öðrum hafi yfirsést til að spenna upp olíuverðið. Þannig kunni þeir að vera að kaupa olíu nú í stórum stíl sem leiði til hækkana til að vera á undna öðrum. Líkurnar til að þetta verð geti staðist séu þó litlar.

Samt er einnig bent á að annarskonar spákaupmenn séu nú á ferðinni. Þeir séu að kaupa heilu skipsfarmana og geymi olíuna einfaldlega til betri tíma í tankskipum, en það kosti líka peninga. Því sé það nær óumflýjanlegt að olíuverðið fari aftur niður fyrir 70 dollara á tunnu.