Campbell súpuframleiðandinn, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, hefur í hyggju að sækja inn á markaði í Rússlandi og Kína. Markaðsherferðin sem Campbell mun fara í inniheldur auglýsingar í prent- og ljósvakamiðlum, auk auglýsinga á internetinu.

Fyrirtækið vildi hins vegar ekki upplýsa hversu miklum fjármunum það ætlaði að eyða í herferðina. Kínverjar neyta um 320 milljarða súpuskammta á hverju ári, á meðan Rússar borða um 32 milljarða skammta árlega. Til samanburðar neyta Bandaríkjamenn aðeins 14 milljarða súpuskammta á ári.