Íslensk fyrirtæki eyða mjög háu hlutfalli til markaðsrannsókna en menn eru ekki sammála um hve vel það fé nýtist. Til að ræða þetta fæ kemur Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Fortuna ? hugsanarannsókna ehf. og stundarkennarai við Háskóla Íslands í þáttinn í dag.

Haustfundur eignastýringar Íslandsbanka er í kvöld en það er einn fjölmennasti fundur almennra fjárfesta sem haldinn er hér á landi. Í fyrra mættu 600 manns og við fáum Sigurð B. Stefánsson forstöðumann Eignarstýringar á línuna í Viðskiptaþættinum.

Í seinni hluta þáttarins ætlum við að velta fyrir okkur ástandinu á hlutabréfamarkaðinum í ljósi þeirra uppgjöra sem komu fram í dag og þeirra miklu lækkanna sem við höfum séð undanfarna viku og ekkert lát var á í dag. Þeir mæta til mín Bjarki Logason, Atli B. Guðmundsson og Davíð Rúdolfsson.

Viðskiptaþátturinn á Útvarpi Sögu er milli kl. 16 og 17 á daginn og endurfluttur kl. 01.