Gengi hlutabréfa AMR Corp, móðurfélags American Airlines, hækkaði um 2,15% í gær eftir að hafa lækkað um 8,49% á þriðjudaginn síðastliðinn. FL Group keypti nýlega 5,98% hlut í félaginu.

Greiningardeild Kaupþings telur ástæðuna fyrir lækkuninni hafa verið væntanlega hlutafjáraukningu.

"Ekki er ólíklegt að rekja megi þessa lækkun til tilkynningar AMR í gær (þriðjudaginn )um að félagið ætli að auka hlutafé sitt um rúmlega 6%. Bréfin munu verða seld á genginu 38,7 dalir á hlut og eiga að skila félaginu 503,1 milljónum dala. Félagið hyggst nýta þessa fjármuni m.a. til greiðslu skulda og skuldbindinga auk kaupa á nýjum flugvélum," segir greiningardeildin.