Gengi hlutabréfa deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 6,81% í gær í kauphöllinni í New York.

Gengið nam 3,83 Bandaríkjadölum á hlut við lokun markaðar í gær, en almennt var niðursveifla á hlutabréfamörkuðum í vestan hafs á þriðjudaginn.

Hlutabréf í kauphöllum í Asíu og Evrópu héldu áfram að lækka í morgun í kjölfar þess að Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum féll um tæp tvö prósent í gær.