Gengi hlutabréfa tækni fyrirtækisins XG Technology hefur hækkað um 13,33% það sem af er degi eftir að hafa lækkað á fimmtudaginn eftir samfellda hækkunarhrinu.

Klukkan 14:36 var gengið 14,45 Bandaríkjadalir á hlut, en á sama tíma í gær hafði gengið lækkað um rúm 16% og var 12,47%.

XG Technology er að hluta til í eigu íslenskra fjárfesta og á síðustu dögum hefur gengi bréfa félagsins, sem skráð er á AIM-markaðainn í London, hækkað hratt. Á þriðjudaginn var markaðsverðmæti félagsins um 1,8 milljarðar dala, en var 544 milljónir við markaðskráningu þess í nóvember. Skráningargengið var rúmir fjórir dalir.

Íslenska félagið Stormur, sem skráð er í Svíþjóð, á um 20% hlut í XG Technology. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru íslensku fjárfestarnir sem standa að Stormi, Aðalsteinn Karlsson, Pálmi Sigmarsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Þórarinn Kristinsson, Hjörtur Nilsen, Guðmundur Birgisson, Sigurður Hjálmarsson, og Eggert og Gunnar Gíslasynir.