Greiningardeild Kaupþings metur Landsbankann á 29 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi á 32,2 krónur á hlut í verðmat sem birtist í dag. Gengi bankans við lok markaðar var 29,1 og lækkaði um 2,02%, samkvæmt upplýsingum frá M5.

?Sökum mikillar hækkunar á gengi hlutabréfa bankans að undanförnu breytum við ráðgjöf okkar og mælum nú með að fjárfestar auki við hlut sinn í bankanum (Accumulate) í stað fyrri ráðgjafar okkar um kaup (Buy),? segir greiningardeildin

Afkomuspáin gerir ráð fyrir um 6,9 milljarða króna hagnaði bankans á fjórða ársfjórðungi 2006, sem myndi gera um 32,1 milljarða hagnað á árinu í heild.

?Spáin tekur mið af væntingum okkar um miklar þóknanatekjur og góðan gengishagnað en sökum lágrar verðbólgu á fjórðungnum er von á að hreinar vaxtatekjur verði heldur lægri en á fyrri fjórðungum ársins.

Við vekjum athygli á að töluverð óvissa er um gengishagnað af óskráðum eignum bankans sem seldar voru á fjórðungnum, annars vegar af Fjárfestingafélaginu Gretti og hins vegar tékkneska fjárskiptafélaginu CRa. Bankinn hefur ekki veitt afar takmarkaðar upplýsingar hvað þetta varðar en okkar spá gerir ráð fyrir samtals 3,9 milljarða króna bókfærðum hagnaði af þessum eignum. Af þessum sökum er afkomuspá okkar háð töluvert meiri óvissu en ella,? segir greiningardeildin.