Markaðsverðbréf í lok maí 2009 námu 1.551,8 milljörðum króna og hafði lækkað um 34,2 milljarða milli mánaða, samanborið við hækkun upp á 53 milljarða mánuðinn á undan.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Staða ríkisbréfa nam 317 milljörðum króna í lok maí, samanborið við 136,8 milljarða í sama mánuði árið áður. Staða íbúðabréfa hefur aukist um 111 milljarða (20%) milli ára og nam 660 milljörðum króna í lok maí 2009.