Forseti Íslands,herra Ólafur Ragnar Grímsson afhendir markaðsverðlaun ÍMark á hádegi í dag. Sem fyrr eru verðlaunin veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin.

Fyrirtækin sem eru tilnefnd til  Markaðsfyrirtækis ársins  2007 eru:

GLITNIR

ICELAND EXPRESS

LANDSBANKINN

Samtímis fer fram val á Markaðsmanni ársins 2007.Hann er jafnframt fulltrúi Íslands við val á Markaðsmanni Norðurlanda.

Ræðumaður dagsins er Gunnar Már Sigurfinnsson,framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair.