Markaðsvirði 10 stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur lækkað um rúma 494 milljarða króna frá því úrvalsvísitalan náði hámarksgildi sínu þann 15. febrúar síðastliðinn, segir greiningardeild Glitnis, og er það um 22,9% lækkun á markvirði félaganna.

?Úrvalsvísitalan hefur lækkað á sama tímabili um 22,8%. Hér er miðað við markaðsvirði útgefinna hluta og kemur lækkun á gengi félaga því til lækkunar á markaðsvirði þeirra en hlutafjáraukning til hækkunar. Af þeim félögum sem eru hér til umfjöllunar hafa Bakkavör og Glitnir banki aukið við hlutafé sitt á tímabilinu," segir greiningardeildin.

Samanlagt markaðvirði félaganna tíu er 1.666 milljarðar króna en tæplega 1.700 milljarðar ef litið er til hlutafjáraukningar FL Group, sem verður gerð formleg á næstu dögum.

?Kaupþing banki er sem fyrr stærsta félagið í Kauphöllinni og er bankinn stærri að markaðsvirði en Landsbankinn og Glitnir samanlagt. Markaðvirði viðskiptabankanna þriggja nemur nú um 942 milljarðar króna. Tíu stærstu félögin mynda um 90% af markaðsvirði allra félaganna á Aðallista Kauphallarinnar," segir greiningardeildin.


Mynd fengin frá greiningardeild Glitnis.