Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu tæpum 5.316 milljónum í júlí eða tæpum 150 milljónum á dag.

Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf tæpar 1.598 milljónir í júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll Íslands.

„Markaðsvirði skráðra félaga var 192 milljarðar í lok síðasta mánaðar og lækkaði um 1,4% á milli mánaða," segir í tilkynningunni.

„Markaðsvirði bréfa Össurar nam rúmum 48 milljörðum og er það félag stærst að markaðsvirði skráðra félaga.  Næst í stærð er Marel en markaðsvirði þess nemur rúmum 31 milljörðum og bréf Føroya Banki en markaðsvirði þess er rúmir 29 milljarðar."