Markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll Íslands nam 1.273 milljörðum króna við lokun markaða á föstudag og hafði aldrei verið hærra. Markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöllinni jókst um rúmlega 189 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins eða um 17,5% eins og bent var á í Hálffimm fréttum KB banka.

Þar er bent á að bréf viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og KB banka hafa samtals markaðsvirði uppá 633 milljarða króna eða rétt tæplega 50% af markaðsvirði allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Um áramótin var markaðsvirði bréfa bankanna þriggja 515 milljarðar króna eða um 48% af heildar markaðsvirði. Mest jókst markaðsvirði KB banka, um tæpa 57 milljarða, en hlutfallslega jókst markaðsvirði Íslandsbanka mest eða um rúm 30%, en bankinn gaf út nýtt hlutafé fyrir um 19,2 milljarða á fjórðungnum. Samtals jókst markaðsvirði bankanna á fyrstu þremur mánuðum ársins um 118 milljarða króna og standa þeir því á bak við 62% af hækkun fjórðungsins.

Af öðrum bréfum í Kauphöllinni á fjórðungnum hækkaði Bakkavör mest eða um tæplega 12,3 milljarða króna, Burðarás um tæplega 12 milljarða og Straumur um tæplega 11,3 milljarða þar af tæpa 7 milljarða síðasta viðskiptadag fjórðungsins vegna hlutafjáraukningar félagsins.

Í föstudag var var met fimtudagsins slegið þegar markaðsvirði félaga fór í 1.285 milljarða. Þá náði Úrvalsvísitalan einnig nýjum hæðum í dag en hún endaði í 3.957,29 stigum.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.