Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöll Íslands nam 246 milljörðum króna í lok október 2010, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Er það hækkun um 5,1% í mánuðinum.

Lægst var markaðsvirði bréfanna í september 2007 og var þá um 174 milljarðar króna. Til samanburðar var markaðsvirði skráðra hlutabréfa 1.335 milljarðar króna í september 2008, rétt fyrir fall bankanna. Þá hafði það þegar lækkað mikið en í júlí 2007 nam markaðsvirðið um 3.700 milljörðum króna.

Staða markaðsskuldabréfa í lok október 2010 nam 1.798,6 milljörðum króna og lækkaði um 54 milljarða í takt við lækkun bankabréfa, að því er kemur fram á vef Seðlabankans. Staða ríkisvíxla lækkaði um 7,9 milljarða í október.