Markaðsvirði Icelandair Group, miðað við síðustu viðskipti, er mun lægra en eigið fé félagsins í reikningum þess eftir endurskipulagningu. Innra virði (price to book) er 0,41, en sem nemur 41% af eigin fé. Þetta þýðir að markaðurinn lítur viðskiptavildina í efnahagsreikningum Icelandair Group öðrum augum en endurskoðendur félagsins.

„Þetta vekur upp spurningu um hvort viðskiptavild félagsins sé e.t.v. ofmetin sé tekið mið af þessum síðustu viðskiptum. Forvitnilegt verður að sjá hvort endurskoðendur félagsins muni hreyfa við viðskiptavild,“ segir í umfjöllun IFS greiningar um félagið.