Greiningardeild Landsbankans verðmetur gengi Össurar á 126 krónur á hlut og vænt verð eftir tólf mánuði 140,9 krónur á hlut. Gengi Össurar var 125 krónur á hlut við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5.

Greiningardeildin mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu og markaðsvogi bréf félagsins í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðnum.

?Við teljum afkomu Össurar á fyrsta fjórðungi verða litaða af veikum Bandaríkjadal og kostnaði við yfirtöku á franska félaginu Gibaud og hollenska dreifingaraðilanum Somas. Össur stefnir á að styrkja stöðu sína í Evrópu enn frekar og teljum við að yfirtöku sé að vænta í álfunni,? segir greiningardeildin.

Hún gerir ráð fyrir að EBITDA framlegð verði 15,7% og að hagnaður fjórðungsins nemi 0,3 milljónum Bandaríkjadollara eða 20,1 milljón króna, að teknu tilliti til skattinneignar.