Nýlega kynnti bæjarstjóri Vesturbyggðar greinargerð og tillögur Páls Kr. Pálssonar að sérstakri markaðakönnun á möguleikum þess að hefja átöppun og útflutning á vatni frá Patreksfirði. Er lagt til að ráðist verði í fyrsta áfanga af þremur sem verkefnið spannar í heild en árangur af fyrsta áfanga lofar góðu.

Bæjarráð telur að tillögur Páls feli í sér afar athyglisverða nálgun viðfangsefnisins og samþykkir að ráðist verði í fyrsta áfanga verksins nú á haustdögum og málin síðan tekin upp að nýju þegar þeirri vinnu er lokið. Skal gera ráð fyrir kostnaði við verkefnið við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Pál um vinnu verkefnisins samkvæmt ofanskráðu. Kostnaður við þennan fyrsta áfanga verkefnisins er 1,1 millj. króna.