Efnuðum Rússum hefur fjölgar ört í valdatíð Putins Rússlands forseta enda landið breyst mikið á stuttum tíma og ýmsir gert það gott með því að kaupa illa rekin ríkisfyrirtæki og gera þau gróðavænleg. Nýríkir og fólk sem hefur hundruð milljarða eða jafnvel einhverja milljarða Bandaríkjadala milli handanna er orðin slíkur að í Moskvu er árlega haldinn sérstakur markaður fyrir ríka fólkið.

Á markaðinum er allt milli himins og jarðar í boði sem smekkvísum milljónamæringi gæti vantað. Þar er hægt að fá hraðskreiða bíla og allar Lödur víðsfjarri. Hinir sem ekki nenna að sitja í bíl geta keypt sér þyrlu, snekkju eða einkaþotu til að komast leiða sinna. Á markaðnum glitrar allt í gulli og dýrum steinum því Rússar eru gjarnir á að sýna auðæfi sín með því að bera á sér slíkt stöðutákn. Í sölubásunum er boði upp á kampavín og skot af dýrindis vodka til að létta stemmninguna og auðvelda mönnum að opna veskið.

Meðal þess sem í boði er á markaðinum er farsími sem kostar 15,000 evrur. Gæði símans eru með því besta sem gerist en það að hann sé skreyttur gulli og demöntum hefur óneitanlega áhrif á verðið. Þar er einnig í boði lúxushúsnæði, meðal annars í miðborg London, Chelsea og Knightsbridge, sem mörgum Rússum þykja ægilega fín hverfi og flott að búa.

Furðulegasti hluturinn í boði verður þó að teljast meðalstórt teborð sem búið er til úr tönnum loðfíla sem eru löngu útdauðir. Tennurnar eru notaðar sem fætur en ofan á þeim er glerplata.