Hreyfing úrvalsvísitölunnar í morgun er svo lítil að hún er einungis mælanleg ef notaðir eru tveir aukastafir en hún stendur í 8.158 stigum og hefur lækkað óverulega . FTSE í London hefur hækkað um 0.7% og er 6.706 stig. Nasdaq hefur hækkað um 0.5% og er 2817 stig. S&P 500 hefur einnig hækkað en um 0.4% og er 1541 stig.

Mest hækkun eru hjá Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] tæp 3% og FL Group [ FL ] 0.6%.

Mest lækkun í morgun er hjá Bakkavör [ BAKK ] 1,4%, Exista [ EXISTA ] 0.9%, Kaupþingi [ KAUP ] 0.6%, Marel [ MARL ] 0.5% og Føroya Banki [ FO-BANK ] 0.4%.