Úrvalsvístalan hefur nánast staðið í stað það sem af er degi. Hún lækkaði að vísu um 0.04% en slíkt telst vart til tíðinda, úrvalsvísitalan var 8.123.5 stig á hádegi. FTSE í London hefur hækkað um 1,45% í morgun og er 6.576 stig. Nasdaq lækkaði um 0.86% og er tæp 2.751 stig, S&P lækkaði um 0.10% og er 1.514 stig.

Mest hækkun einstakra félaga er hjá Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ]9.65%, Spron [ SPRON ] 5.23%, Eimskipum [ HFEIM ] 2.28%, Bakkavör [ BAKK ] 0.91% og Landsbankanum [ LAIS ] 0.67%.

Mest lækkun er hjá Icelandair Group [ ICEAIR ] 1.88%, 365 hf. [ 365 ] 1.70%, Eik banki [ FO-EIK ] 1.46%, Exista [ EXISTA ] 1.065 og Straumi Burðarás [ STRB ] 0,79%.