Úrvalsvísitalan hækkaði um tæplega 0,5% í dag og er 7.359 stig. FTSE í London hækkaði um 0,5% en OMXN 40 stóð svo gott sem í stað, hækkaði um 0,06%. OMXS30 í Stokkhólmi lækkaði aftur á móti um 0,35%.

Skömmu eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag hafði Nasdaq lækkað um 1,7% og S&P 500 um 1%.

Mest hækkun félaga í dag er hjá Icelandair [ ICEAIR ] 1,3%, Kaupþingi [ KAUP ] 0,9%, Glitni [ GLB ] 0,8%, FL Group [ FL ] 0,7% og Straumi Burðarás [ STRB ] 0,6%.

Mest lækkun er hjá Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] tæp 7%, Century Aluminum [ CENX ] 4,5 %, Føroya Banka [ FO-BANK ] 4,5%, Atorku [ ATOR ] 1,4% og Össuri [ OSSR ]1,2%.

Velta á markaði í dag nam 6,6 milljörðum króna.