*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 11. desember 2007 16:54

Markaðurinn við lok dags: Úrvalsvístalan hækkaði um 2,75%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hækkaði um 2.75% í dag og rétti því aðeins úr kútnum eftir mikla lækkun undanfarið. OMXN 40 lækkaði um tæp 0,2% í dag.

Mest hækkun í dag var hjá Exista [EXISTA] 4,2%, Kaupþingi [KAUP] 3,9%, Straumi Burðarás [STRB] 3,3%, Landsbankanum [LAIS] 2,8% og Spron [SPRON] 2,6%.

Mest lækkun í dag var hjá Icelandair [ICEAIR] 0,9%, Atlantic Airways 0,6%, Atorku [ATOR] 0,4%, Eik banka [FO-EIK] 0,4% og Atlantic Petroleum [FO-ATLA] 0,2%.