Í dag er síðast dagurinn á þessu ár sem opið er í Kauphöll Íslands því lokað fyrir viðskipti í Kauphöllinni á gamlársdag. Opið er fyrir viðskipti með krónuna 31. desember og mun lokagildi hennar liggja fyrir þá.

Úrvalsvístalan [ OMX ISK ] hækkaði lítillega í dag eða um 0,1% og OMXN40 hækkaði um 0,4%.

Mest hækkun einstakra félaga í dag var hjá Eik banka [ FO-EIK ] 3,6%, Icelandair [ ICEAIR ] 2,4%, Spron [ SPRON ] 1,8%, Føroya Banka [ FO-BANK ] 1,7% og Teymi [ TEYMI ] 1,4%.

Mest lækkun var hjá Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] 1,3%, Atlantic Airways [ FO-AIR ] 1%, Straumi [ STRB ] tæpt 1%, Glitni [ GLB ] 0,2% og Eimskip [ HFEIM ] 0,1%.

Samkvæmt markaðsvakt Landsbankans hefur Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hækkað mest félaga í Kauphöllinni um 263 % á árinu en lækkun Flögu [ FLAGA ] sú mesta tæp 68%.