Úrvalsvísitalan hefur hækkað lítillega á þessu síðasta markaðsdegi vikunnar. Hækkunin nemur að vísu ekki nema 0,15% og stendur úrvalsvísitalan í 6,751 stigi.

Mest hækkun í dag var hjá Eik Banka 3,8%, Føroya Banka 2,6%, Marel 1,2%, Bakkavör 1% og Össur 0,8%.

Mest lækkun var hjá 365 hf. 4,7%, Spron 2,7%, FL Group 0,9%, Teymi 0,3% og Straumi Burðarás 0,3%.

Vísitölur hækkuðu í Evrópu í dag OMXN hækkaði um 1%, FTSE 100 um 1,7, CAC 40 um 1,9 og Ibex 35 um 05%.