Þrátt fyrir að hafa rétt lítillega úr kútnum fyrri part dags hefur úrvalsvísitalan dansað í kringum núllið og lítil hreyfing verið á henni í dag. FTSE í London lækkaði um 2,7% í dag en OMXN40 hækkaði um tæpt 1%.

Mest hækkun dagsins er hjá Icelandair [ ICEAIR ] 3,2%, FL Group [ FL ] 2,3,%, Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] 2%, Føroya Banka [ FO-BANK ] 1,3% og Bakkavör [ BAKK ] 1%.

Mest lækkun dagsins er hjá Eik Banka [ FO-EIK ] 2,8%, Marel [ MARL ] 1,7%, Atorku [ ATOR ] 1,4%, Exista [ EXISTA ] 1,3% og Teymi [ STRB ] 0,9%.

Velta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 13,4 milljarðar króna.