Úrvalsvísitalan [ OMX ISK ] hefur hækkað um tæp 1,3% í dag og er 6,984 stig.

Mest hækkun er hjá Spron [ SPRON ] 5,1%, Exista [ EXISTA ] 3,4%, Føroya Banka [ FO-BANK ] 3%, Straumi Burðarás [ STRB ] 2,2% og [ ICEAIR ]Icelandair 2,2%.

Mest lækkun í dag er hjá Eik Banka [ FO-EIK ] 1,8% og 0,1% hjá Marel [ MARL ].

Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í dag í kjölfar yfirlýsingar bankastjóra seðlabanka Bandaríkjanna um að bankinn íhugi stýrivaxtalækkun.

Vísitölur í Evrópu eru flestar grænar við lokun markaða í dag. OMXN40 hækkaði um 0,9% og FTSE í London um 0,7%. Dax í Þýskalandi hækkaði um 1,4%, Cac í Frakklandi um 1,35, Ibex á Spáni um 0,7% og Milan MIB 30 um tæp 1%.