Ekkert lát er á lækkun úrvalsvísitölunnar og hún lækkaði um tæp 2,5% í dag og er 6.783 stig.

Ekkert félag hækkaði í Kauphöll Íslands í dag.

Mest er lækkunin hjá Spron [ SPRON ] 5%, Exista [ EXISTA ] 4,6%, FL Group [ FL ] 4,6%, Landsbanka Íslands [ LAIS ] 3,6% og Bakkavör [ BAKK ] um 2,6%.

Vísitölur í Evrópu hafa einnig lækkað í dag. OMXN 40 lækkaðu um tæp 3%. Á fréttavef BBC segir að franska CAC 40 vísitalan hafi lækkaði um 2,4%, DAX í Þýskalandi um 1,5% og FTSE 100 í London um 2,5%.