„Markmið áformaðra breytinga á veiðigjaldi er að lagfæra alvarlegan galla við útreikning þess, en hann er hversu langur tími líður milli ákvörðunar gjaldsins og uppruna gjaldstofnsins sem byggt er á. Á þessu ári er álagt gjald byggt á afkomu ársins 2015 og á þremur árum geta aðstæður gerbreyst. Þetta verður að laga." segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í nýjum pistli sem birtist upphaflega í Morgunblaðinu.

Hann segir að blikur séu á lofti í íslensku hagkerfi og undirstrikar mikilvægi þess að álögur verði ekki hækkaðar á á útflutningsgreinarnar sem hafa verið í vanda staddar.

Hann segir jafnframt að sjávarútvegurinn hafi nýtt gott árferði frá hruni til að greiða niður skuldir og ráðast í nýfjárfestingar til að leggja grunn að rekstrinum til frambúðar.

Hann gagnrýnir málflutning Þorsteins Víglundssonar, þingmann Viðreisnar en í nýlegri grein gagnrýndi Þorsteinn útreikninga Deloitte og veiðigjaldsnefndar. Halldór bendir á að arðgreiðslur í sjávarútvegi sem hlutfall af hagnaði hafi verið 21% samanborði við 31% hjá öðrum fyrirtækjum.

"Þorsteinn segir að fyrirséð hafi verið að veiðigjöldin yrðu há í ár, vegna góðrar afkomu árið 2015, sem stofn veiðigjaldsins byggist á. Staðreyndin er sú að 98% af íslensku sjávarfangi endar á erlendum markaði og því skiptir gengi krónunnar miklu máli. Sú mikla styrking sem orðið hefur á gengi krónunnar var ekki fyrirséð. Greiðslur veiðigjalds eru inntar af hendi úr rekstri þessa árs en ekki ársins 2015."

Í lokinn bendir Halldór á að sterkur sjávar útvegur hafi mikla þýðingu fyrir fjölmörg hugbúnaðar-, tækni- og iðnfyrirtæki.