*

föstudagur, 24. september 2021
Innlent 31. júlí 2021 15:29

Markmiðið verið skýrt

Fjármálaráðherra telur að það gæti orðið mjög athyglisvert að fá upplýsingar um það hve algeng smit eru meðal einkennalausra.

Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur Guðjónsson

„Við höfum verið með mjög skýrt markmið, það er að vernda heilsu fólks og gera það með eins litlum inngripum og kostur er þannig að efnahagsstarfsemi geti verið sem mest óröskuð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Gripið hafi verið til núverandi aðgerða til að tempra útbreiðslu smita svo að unnt væri að meta stöðuna og áhrif bólusetninga.

Bjarni telur að það gæti orðið mjög athyglisvert að fá upplýsingar um það hve algeng smit eru meðal einkennalausra. Sé það reyndin að fá verði alvarlega veik séu það góðar fréttir.

„Í mínum huga er það alveg skýrt að bólusetning þjóðarinnar var alger grundvallaraðgerð. Þótt verndin gegn smitum sé kannski ekki sú sem vonast hafði verið til hefur ekkert komið fram enn sem bendir til annars en að hún sé lykillinn að frelsi frá meiriháttar varnaraðgerðum og grundvöllur efnahagslegrar viðspyrnu,“ segir Bjarni. Það sjáist best á því að vísbendingar séu uppi um að efnahagslífið sé þegar farið að taka við sér og því sé fullt tilefni til bjartsýni, með fyrirvara um að engin óvænt atvik komi upp.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Covid-19