Samtals fimm tilboðum að upphæð samanlagt 4,45 milljörðum króna var tekið í tvo flokka óverðtryggðra skuldabréfa ríkissjóðs í útboði sem haldið var í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lánasýslu ríkisins. Um var að ræða flokkana RIKB 13 og RIKB 16. Í fyrrnefnda flokkinn bárust fjögur tilboð að upphæð 2,05 milljarðar að nafnvirði og var þremur þeirra tekið, samanlagt 1,95 milljarðar. Í síðarnefnda flokkinn bárust sjö tilboð að upphæð 6,2 milljarðar að nafnvirði og var tveimur tekið, fyrir 2,5 milljarða.

Fram kemur í tilkynningu Lánasýslunnar að útboði sem auglýst hafi verið 23. september nk. sé aflýst þar sem markmið fjórðungsins í lánamálum hafi verið náð.