Ráðgjafafyrirtækið Marko Partners, sem þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, var ráðgjafi við ein stærstu kaup á sjávarútvegsfyrirtæki það sem af er ári. Þetta segir Pétur Einarsson meðeigandi í fyrirtækinu við Morgunblaðið.

Pétur segir að kanadíska laxeldisfyrirtækið Cooke Aquaculture, sem er eitt af þeim fimm stærstu á sínu sviði og Markó vann fyrir, hafi keypt skoska laxeldið Meridian Salmon Farms af Marine Hartvest í Noregi fyrir um 23 milljarða króna. Hann vekur athygli á því hve alþjóðleg viðskiptin voru.

Pétur segir að þetta varpi ljósi á að íslensk fjármálafyrirtæki geti látið til sín taka á alþjóðlegum vettvangi með þekkingu og sambönd að vopni án þess að þau þurfi að ráða yfir stórum efnahagsreikningi og taka mikla áhættu.