Breska smásölukeðjan Marks & Spencer áætlar nú að loka um 25 Simply food matvöruverslunum sínum og tveimur stórum fataverslunum.

Í kjölfarið mun keðjan segja upp um 780 manns auk þess sem áætlar er að segja upp allt að 450 manns á skrifstofu og stjórnendastigi.

Frá þessu er greint á vef BBC en þar er ákvörðunin koma í kjölfar mikils samdráttar í sölu félagsins. Þannig hafi salan dregist saman um 7,1% síðustu 13 vikur ársins sem verður að þykja slæmt í jólavertíðinni.

Rétt er þó að taka fram að hjá Marks & Spencer starfa um 70 þúsund manns þannig að uppsagnirnar nú ná aðeins til um 2% starfsmanna.

BBC greinir þó frá því að hópuppsögn sem þessi sé, þrátt fyrir lítið prósentuhlutfall, mikið veikleikamerki og kunni hugsanlega að vera byrjun á löngu ferli endurskipulagningar félagsins og útilokar ekki frekari hópuppsagnir.