Breska stórverslunin Marks & Spencer náði ekki þeirri sölu sem spáð hafði verið á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Ástæðuna segir fyrirtækið að ekki hafi verið keypt inn nóg af vinsælasta kvennmannsfatnaði verslunarinnar til að svara eftirspurn viðskiptavina. Frá þessu segir á vef fréttaveitunnar Reuters.

Marks & Spencer selur fatnað, heimilisáhöld og matvöru. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að vegna sparnaðaraðgerða telji forsvarsmenn sig koma til með að standast væntingar um hagnað 2011-2012. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu féll hins vegar um 3% eftir að tilkynnt var um 0,7% samdrátt í sölu á fyrsta fjórðungi þessa árs.