Markús Sigurbjörnsson fyrrverandi forseti Hæstaréttar og Viðar Már Matthíasson dómari við réttinn hafa óskað eftir því að láta af störfum 1. október að því er Vísir greinir frá.

Tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi dómsmálaráðherra þetta á ríkisstjórnarfundi í morgun samkvæmt dagskrá. Verða þeir báðir komnir á eftirlaunaaldur, 65 ára þegar uppsögnin tekur gildi. Markús hefur verið dómari við réttinn frá árinu 1994 en Viðar Már frá árinu 2010.

Þar sem dómstólalög kveða á um að Hæstaréttardómarar eigi að vera sjö munu einungis ein staða verða auglýst í þeirra stað. Hlutverk og umsvif réttarins minnkaði til muna við skipun Landsréttar sem millidómsstigs því nú velur rétturinn hvaða mál eigi erindi til að koma til kasta hans.

Markús og Viðar Már eru þó ekki elstu hæstaréttardómararnir, þannig er Þorgeir Örlygsson á 67. aldursári og Gréta Baldursdóttir á 65. aldursári.