Fyrir fimm árum kynnti Marlboro nýja tegund sígaretta til leiks. Um er að ræða vörumerkið Marlboro Black, en þær eru ódýrari útgáfa af vinsælustu sígarettum heims og eiga að höfða til ungs fólks.

Sígarettuframleiðandinn Philip Morris sá að um 85% af fólki á fyrstu fullorðinsárunum reykti ekki og þeir sem reyktu virtust hafa lítinn áhuga á Marlboro. Fyrirtækið fór því að greina markaðinn með það að leiðarljósi að gefa út vöru sem gæti notið vinsælda meðal aldurshópsins.

Milli áranna 2005 og 2011, féll markaðshlutdeild Marlboro niður um nær 9% í 43% hjá fólki á aldrinum 18 til 25. Nýja vörumerkið hefur aftur á móti hjálpað Marlboro að ná 46% markaðshlutdeild meðal markhópsins.

Erfitt er að meta hversu mikils virði markaðshlutdeildin er, en samkvæmt tölum frá Wall Street Journal getur 1% markaðshlutdeild, skilað allt að 320 milljónum Bandaríkjadollurum í tekjur á ári.