Orkustjórnunarfyrirtækið Marorka hefur gert samning við leiðandi flutningsfyrirtæki í Danmörku. Þetta staðfesti dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, í samtali við Viðskiptablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um hvaða fyrirtæki hefði verið samið við en sagði að um stóran samning væri að ræða sem gæti gjörbreytt fyrirtækinu og skapað mikil vaxtartækifæri fyrir það.

"Þetta er einn stærsti olíunotandi í heiminum, fyrir utan Pentagon, þannig að þetta er gríðarlega stórt fyrirtæki," segir Jón en bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. "Samningurinn er rosalega mikið tækifæri og opnar flutningageirann fyrir okkur og er tækifæri til að komast inn hjá stórum aðilum. Þetta er mikil viðurkenning á okkar aðferðafræði og vöru því þetta er fyrirtæki sem rekur sjálft stóra orkustjórnunardeild," segir Jón.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.