Marorka hefur tryggt sér samning við United Arab Shipping Company (UASC) um uppsetningu og eftirfylgni við orkustjórnun á skipaflota UASC. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marorku. Orkustjórnunarkerfi Marorku mun aðstoða UASC við að hámarka frammistöðu einstakra skipa og draga úr eldsneytisnotkun og losun kolefna út í andrúmsloftð.

„Við hjá UASC leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar umhverfisvæna og hagkvæmar flutningalausnir. Við völdum Marorku orkustjórnunarlausn fyrir bæði nýsmíðar og eldri skip í flotanum okkar eftir að hafa skoðað okkar möguleika vel. Við byggðum ákvörðunina á að innleiða Marorku kerfi í flotann okkar eftir jákvæða reynslu af því að vinna með Marorku í tveimur skipum. Með samstarfi okkar við Marorku höfum við náð fram sannarlegum sparnaði í olíunotkun sem skilar sér umhvervisvænni flutningum. Það sem skiptir okkur hvað mestu máli er hið aukna gagnsæi sem kerfið býður uppá. Við hlökkum til að vinna áfram með Marorku í að bæta enn frekar orkunýtni okkar,“ sagði Waleed Al Dawood, frá UASC.

Ole Skatka Jensen, forstjóri Marorku bætti við: „Við erum mjög stolt af samvinnu okkar við UASC og ég er ánægður með að þeir hafa valið Marorku orkustjórnunarkerfi fyrir flotann sinn. UASC er eitt af stærstu skipafélögum í heimi og leiðandi í alþjóðlegum siglingum. Þeir eru eitt af framsæknustu skipafyrirtækjunum í dag á sviði tækniþróunar. Samstarfið milli UASC og Marorka, mun tryggja að UASC hefur orkustjórnunarkerfi um borð í öllum sínum skipum. UASC flotinn mun vera rekinn með bestun í huga, bæði í eldsnytisnýtingu og umhverfisþáttum. Þeir sýna metnað sinn um að bjóða umhverfisvæna flutninga með því að fjárfesta í orkustjórnunarkerfi. Við hlökkum mjög til áframhaldandi samstarfs Marorku og UASC,“ segir Jensen.