Fyrirtaka fór fram í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og var þar tekin ákvörðun um að aðalmeðferð í málinu hæfist þann 7. september næstkomandi. MBL greinir frá þessu.

Í málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, ákærð fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Þ

á er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í fjárdrætti og umboðssvikum og Skúli Þorvaldsson ákærður fyrir hylmingu.

Verjendur hafa tíma til 15. júlí til þess að skila greinargerðum í málinu.