Bresk persónuvernaryfirvöld hafa ákveðið að sekta bandarísku hótelkeðjuna Marriot um 99,2 milljónir punda vegna leka á persónuupplýsingum um 339 milljóna gesta. Samkvæmt frétt BBC átti lekinn sér stað árið 2014 en uppgötvaðistþó ekki fyrr en á síðasta ári.

Er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem bresk persónuverndaryfirvöld tilkynna um háa sekt en í gær var flugfélagið British Airways sektað um 183 milljónir punda eftir að upplýsingar um 500.000 farþega láku. Flugfélagið ætlar hins vegar að áfrýja sektinni sem er sú hæsta í sögunni vegna gagnaleka. Sektirnar byggja báðar á persónuvernarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR) sem tók gildi í fyrra.