*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 7. febrúar 2020 07:02

Marriott leitar að hótelstjóra

Marriott Edition auglýsir nú eftir hótelstjóra og sjö öðrum lykilstarfsmönnum á fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík.

Ritstjórn
Stefnt er að því að Marriott Edition hótelið opni síðar á þessu ári.
Haraldur Guðjónsson

Marriott Edition auglýsir nú eftir lykilstarfsfólki á hótelið sem stefnt er að því að opna við hlið Hörpu síðar á árinu. Hótelið verður fyrsta fimm stjörnu hótelið á höfuðborgarsvæðinu. Marriott leitar að hótelstjóra, viðburðastjóra, einstaklingi yfir veitingaþjónustu hótelsins, sem og viðhaldi auk þriggja stjórnenda í sölu- og markaðsmálum.

Í hæfisskilyrðum er leitað eftir starfsfólki með gráðu í viðskiptafræði, hótelstjórnun eða tengdum greinum og hafi að baki nokkra starfsreynslu innan hótelgeirans eða tengdra greina.

Hótelið mun telja 250 herbergi en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar króna. Upphaflega stóð til að hótelið yrði opnað sumarið 2018. Húsnæðið verður að meirihluta í íslenskri eigu en Marriott mun sjá um rekstur hótelsins.