Bandaríska hótelkeðjan Marriott hefur greint frá því að til standi að opna nærri því 30 ný hótel á vegum keðjunnar í Evrópu á næstu tveimur árum. Munu hótelin vera sérsniðin að viðskiptaferðalöngum. Meðal annars standi til að herja á nýja markaði eins og Finnland og Ísland. Reuters greinir frá þessu .

Eins og áður hefur verið greint frá þá mun Marriott opna hótel hér á landi á reitnum við hliðina á Hörpunni.

Fyrir um það bil mánuði síðan þurfti hótelkeðjan að lækka spá sína varðandi áætlaðar tekjur á hvert hótelherbergi og var slakri eftirspurn eftir hótel herbergjum keðjunnar í Norður-Ameríku kennt um, en meirihluti hótela keðjunnar eru staðsett þar.

Hótelkeðjan heldur þegar úti 63 hótelum sem eru sérsniðin að viðskiptaferðalöngum víða um Evrópu.