Bresk yfirvöld hafa sektað hótelkeðjurisann Marriott um 18,4 milljónir punda (3,4 milljarða króna) vegna gagnaleka sem olli því að persónuupplýsingar um 339 milljónir gesta fóru á flakk. BBC greinir frá.

Nöfn, tengiliðsupplýsingar og vegabréfsnúmer er meðal persónuupplýsinga sem taldar eru hafa ratað til óprúttinna aðila í kjölfar netárásar inn í gagnagrunn hótelkeðjunnar.

Yfirvöld í Bretlandi telja Marriott hafi ekki tryggt gagnaöryggi nægilega vel en tekur þó fram að hótelkeðjan hafi ráðist í úrbætur eftir að upp komst um lekann.