Verð á hráolíu (Crude Oil) í framvirkum samningum til afgreiðslu í mars var fyrir stundu skráð á 37,82 dollara tunnan á NYMEX í New York. Er þetta talsverð lækkun á marsverði frá því fyrir nokkrum vikum.

Við opnun var verðið skráð 38,15 dollarar á NYMEX.  Hefur farið hæst í 38.44 dollara, en lægst innan dagsins í 37,55 dollara tunnan.

Aprílverð á hráolíu á markaði í London er nú skráð á 46,02 dollara tunnan, en var við opnun markaða á 46,35 dollara. Reikna má með að það verð eigi eftir að lækka talsvert miðað við óbreytta þróun olíuverðs og eftirspurnar.