Marteinn Sverrisson hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá PREMIS ehf. Marteinn hefur reynslu sem stjórnandi í upplýsingatækni og hefur meðal annars stýrt upplýsingatæknimálum Vegagerðarinnar, KPMG og Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Marteinn er menntaður í tækni- og viðskiptafræðum, með BSc gráðu frá SDU í Danmörku og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Ráðningin er sögð liður í aukinni áherslu PREMIS á ráðgjöf í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á opinbera aðila. PREMIS vilji með þessari áherslu mæta aukinni eftirspurn eftir ráðgjöf á ýmsum sviðum upplýsingatækninnar.

Ríkisstofnanir standi margar hverjar frammi fyrir stórum verkefnum, meðal annars innleiðingu Office 365 og margvíslegra annarrar skýjavæðinga. „Einnig eru sífellt að bætast við auknar kröfur tengt margvíslegum regluverkum t.d. GDPR og NIS auk þess sem nýbirt drög um stefnu ríkisins í upplýsingaöryggi gerir ráð fyrir innleiðingu ISO27001 staðalins hjá öllum ríkisstofnunum innan tveggja ára,“ segir ennfremur í tilkynningunni.