Marti Holdings AG lánaði stjórnendum Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) fyrir kaupum þeirra á helmingshlut í verktakafyrirtækinu. Félög í eigu Gunnars Sverrissonar og Karls Þráinssonar, forstjóra ÍAV, fengu hvor um sig kúlulán til 30 ára frá Marti 25. ágúst 2010 til að kaupa 25% í verktakahluta ÍAV. Lánsféð mátti einungis notast til að kaupa umrædda eignarhluti sem voru auk þess eina veðið sem sett var fyrir lánunum. Marti keypti verktakahluta ÍAV af Arion banka í mars 2010. Söluferlið var ekki opið heldur vann Arion að söluferlinu í samstarfi við Marti og stjórnendur ÍAV. Kaupverðið var trúnaðarmál.

Þvertóku fyrir aðild

Í kjölfar sölunnar birtu fjölmiðlar fréttir um að Karl og Gunnar stæðu að baki IP verktökum. Í viðtali við DV í mars í fyrra sagði Gunnar: „[Þ]etta er bara rangt. Við eigum ekkert í þessu fyrirtæki [...] Við erum bara heppnir að stjórnendum okkar býðst að vinna áfram með nýjum eigendum. Við erum bara voða glaðir með að framtíð fyrirtækisins sé komin á frábært plan með traustum eigendum [...] Ég er auðvitað bara launamaður og þeir geta rekið mig á morgun þess vegna.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.