Hinn umdeildi athafnamaður Martin Shkreli hefur verið sakaður um að hafa notað hlutabréf sín í Retrophin til að greiða niður eigin skuldir á ólöglegan hátt. Honum hefur verið bolað úr stjórn fyrirtækisins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri þess. Því næst var hann kærður af stjórn Retrophin fyrir umboðssvik.

Shkreli hefur sætt mikilli gagnrýni á árinu eftir að í ljós kom að hann hækkaði verð á HIV-lyfinu Daraprim úr 13.5$ í 750$ á pillu. Síðar meir, þegar hann var spurður um hvort hann sæi eftir ákvörðun sinni, svaraði hann því að hann sæi aðeins eftir að hafa ekki hækkað verð á lyfinu enn meira.

Auk þess hefur hann verið í sviðsljósinu nýlega eftir að hann keypti eina eintakið af Once Upon a Time in Shaolin, nýrri plötu Wu-Tang Clan, fyrir fleiri milljónir bandaríkjadala. Rappsveitin sá svo eftir að hafa selt honum plötuna að þeir gáfu hluta söluvirðisins til góðgerðamála.