Ítalski lúxusbílaframleiðandinn Maserati hefur innkallað 21.000 bíla í Kína vegna framleiðslugalla sem talinn er geta aukið hættu á árekstrum.

Meðal þeirra bíla sem hafa verið innkallaðir eru týpurnar Quattroporte og Ghibli sem framleiddar voru á tímabilinu mars 2013 og desember 2015.

Gæðaeftirlitsaðilar halda því fram að vandamál tengd gólfmottu og eldsneytisgjöf bílsins geti valdið því að fótstig hans festist.

Lúxusbílafyrirtæki hafa á undanförnum árum mátt þola samdrátt í sölu á svæðinu í kjölfarið af hægari hagvexti og aðgerðum Kínverskra yfirvalda gegn spillingu.