Maserati í Bandaríkjunum mun innkalla 39.381 bíl vegna framleiðslugalla eykur líkurnar á eldsvoða. Um er að ræða bíla af tegundinni Quattroporte, Ghibli og Levante.

Um er að ræða tvennskonar galla. Annars vegar galla í sætastillingum og hins vegar olíuleka.

Maserati er í eigu Fiat Chrysler og hefur áður þurft að innkalla bíla með stuttu millibili.

Í maí á síðasta ári innkallaði framleiðandinn til að mynda 20.000 bíla í Kína. Aðeins tveimur mánuðum fyrir það hafði fyrirtækið svo innkallað 28.235 bíla í Bandaríkjunum.